Fótbolti

„Risa mis­tök að kaupa Ron­aldo og ég hef sagt það frá degi eitt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo svekkir sig.
Ronaldo svekkir sig. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA

Giovanni Cobolli, fyrrum forseti Juventus, segir að það hafi verið risa mistök hjá ítalska stórveldinu að sækja Cristiano Ronaldo til félagsins.

Juventus hefur verið áskrifandi að ítalska meistaratitlinum frá árinu 2012 en Ronaldo var sóttur til þess að sækja gullið í Meistaradeildinni.

Nú er Juventus ekki á toppnum á Ítalíu og datt út úr Meistaradeildinni í vikunni. Því má segja að kaupin á Ronaldo hafi að einhverjum hluta misheppnast.

„Það voru risa mistök að kaupa Ronaldo. Ég hef sagt það frá degi eitt. Hann er góður leikmaður en hann er allt of dýr,“ sagði fyrrum forsetinn í samtali við Radio Nueva Punto.

„Nú verður Juventus að byggja upp liðið á nýjan leik og það án Ronaldo,“ bætti Cobolli við.

Cobolli var forseti Juve á árunum 2006 til 2009 en sögusagnir hafa borist af því að Ronaldo gæti mögulega yfirgefið Juventus í sumar.

Samningur hans við Gömlu konuna rennur út sumarið 2022 en Juventus mætir Cagliari klukkan 17.00 í dag. Leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×