Fótbolti

Böðvar frá Póllandi til Svíþjóðar

Sindri Sverrisson skrifar
Böðvar Böðvarsson hefur leikið í Póllandi síðustu ár.
Böðvar Böðvarsson hefur leikið í Póllandi síðustu ár. vísir/getty

Vinstri bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður Helsingborg. Hann mun því leika í næstefstu deild Svíþjóðar á komandi leiktíð.

Samningur Böðvars við Helsingborg er til eins árs. Hann kemur til félagsins frá Jagiellonia Bialystok í Póllandi þar sem hann hefur leikið síðustu ár, eftir að hafa yfirgefið FH í ársbyrjun 2018.

Böðvar, sem er 25 ára gamall, varð tvisvar Íslandsmeistari með FH og einu sinni bikarmeistari.

Helsingborg féll úr sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð eftir tveggja ára dvöl þar. Leiktíðin í næstefstu deild hefst 13. apríl.

„Það er mjög góð tilfinning að vera kominn í lið Helsingborg. Ég hef heyrt góða hluti um félagið og bæinn. Íslenskir leikmenn hafa gert það gott hérna og það vil ég sjálfur gera. Markmiðið er að koma Helsingborg í efstu deild, spila marga leiki og leggja mitt að mörkum fyrir liðið,“ sagði Böðvar við heimasíðu sænska félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×