Fótbolti

Mið­vörðurinn hetjan og for­ysta Inter sex stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Milan Skriniar skorar sigurmarkið í kvöld.
Milan Skriniar skorar sigurmarkið í kvöld. Mattia Ozbot/Soccrates/Getty Images

Inter er með sex stiga forystu á toppi Seriu A eftir 1-0 sigur á Atalanta í stórleik umferðarinnar.

Staðan var markalaus í hálfleik en sigurmarkið kom á 54. mínútu. Eftir hornspyrnu og darraðadans datt boltinn fyrir Milan Skriniar sem skoraði.

Þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann og átt fleiri skot náði Atalanta ekki að jafna og lokatölur 1-0 sigur heimamanna.

Inter er nú með 62 stig á toppnum. Grannarnir í AC eru í öðru sætinu með 56 stig en tólf umferðir eru eftir á Ítalíu.

Atalanta er í fimmta sætinu með 49 stig.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×