Veður

Von á suð­austan­átt og víða dá­lítilli vætu

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á Suður- og Vesturlandi verður víðast á bilinu tvö til sex stig.
Hiti á Suður- og Vesturlandi verður víðast á bilinu tvö til sex stig. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu á Suður- og Vesturlandi með dálítilli vætu. Hiti verður þar víðast á bilinu tvö til sex stig.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Í gærkvöldi og í nótt snjóaði um tíma norðaustan- og austanlands, en í dag léttir til og þar má búast við frosti á bilinu núll til fimm stig.

„Á morgun er spáð suðlægri átt á bilinu 3-10 m/s. Skýjað og úrkomulítið um landið vestanvert, en bjartviðri austanlands. Hiti víða á bilinu 1 til 6 stig.“

Spákortið fyrir klukkan 14.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðlæg átt 3-10 m/s. Skýjað og lítilsháttar væta vestantil á landinu, en bjartviðri um landið austanvert. Hiti 1 til 6 stig.

Á föstudag: Hæg suðlæg átt. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en dálítil rigning með suðurströndinni. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Austlæg átt 3-8, en 8-13 með norðurströndinni. Skýjað og dálítil væta á köflum og hiti 1 til 6 stig, en él norðaustantil á landinu og vægt frost.

Á sunnudag: Sunnan 5-13 og rigning með köflum, en þurrt norðaustanlands. Hiti 1 til 6 stig.

Á mánudag: Suðlæg eða breytileg átt og víða rigning eða slydda, hiti 1 til 6 stig. Hvöss norðaustanátt á Vestfjörðum, snjókoma og vægt frost.

Á þriðjudag: Útlit fyrir norðanátt með snjókomu, en þurrt að mestu á sunnanverðu landinu. Frystir um allt land.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×