Innlent

Bein útsending: Saga íslensku stjórnarskrárinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnhildur fer yfir sögu íslensku stjórnarskrárinnar í fyrirlestri sínum í dag.
Ragnhildur fer yfir sögu íslensku stjórnarskrárinnar í fyrirlestri sínum í dag.

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor og forseti samfélagssviðs HR, fjallar um sögu íslensku stjórnarskrárinnar í stafrænum þriðjudagsfyrirlestri HR og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og er reiknað með því að hann verði um klukkustund að lengd.

Hvaðan kemur íslenska stjórnarskráin? Hvað er í henni og hvernig hefur hún þróast? Hvernig reglur gilda um stjórnskipunina? Af hverju vilja margir samþykkja nýja stjórnarskrá?

Um þetta og fleira varðandi stjórnarskrá verður rætt í hádegisfyrirlestri Ragnhildar, um sögu íslensku stjórnarskrárinnar, þriðjudaginn 2. mars. Í fyrirlestrinum mun hún lýsa stjórnarskránni, fjalla um þróunina síðustu ár, meðal annars breytingar sem orðið hafa á stjórnskipuninni án þess að texta stjórnarskrárinnar hafi verið breytt og víkja stuttlega að umræðunni um stjórnarskrárbreytingar.

Fyrirlesturinn er liður í vísindafyrirlestraröð HR og Vísis og sendur út í beinu streymi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×