Innlent

Berg­lind Ósk vill annað sætið á lista Sjálf­stæðis­manna

Atli Ísleifsson skrifar
Berglind Ósk Guðmundsdóttir.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Aðsend

Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögmaður hefur gefið kost á sér til að skipa annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingskosningarnar sem fram fara í september næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Berglindi. Þar segir að hún sé 27 ára og starfi sem lögfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, stjórnarformaður Fallorku og sé varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

„Berglind situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna auk þess er hún í stjórn sjálfstæðisfélagsins á Akureyri og stjórn ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. Berglind Ósk á eina dóttur, Emilíu Margrét 5 ára og sambýlismaður hennar er Daníel Matthíasson.

Berglind Ósk vill leggja áherslur sínar á að efla ungt fólk til góðra verka.

Hún telur að styrkja þurfi landsbyggðina til að vega á móti öflugu höfuðborgarsvæði, m.a. með því að treysta innviði á landsbyggðinni, einna helst með traustum samgöngum, tryggri raforku, fjölbreyttara menntakerfi og öflugu heilbrigðiskerfi. Þannig er hægt að auka lífsgæði á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×