Innlent

Skjálfti 4,0 að stærð í Bárðarbungu

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn varð klukkan 02:29 í nótt. Myndin er úr safni.
Skjálftinn varð klukkan 02:29 í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Skjálfti 4,0 að stærð varð í austanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 02:29 í nótt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Nokkrir minni eftirskjálftar hafi mælst, en enginn gosórói greinst í kjölfarið. Skjálfti 1,6 að stærð var staðsett á sama svæði klukkan 07:32.

Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á svæðinu síðan 27. september á síðasta ári en sá var 4,8 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×