Fótbolti

Dóra María ætlar að taka átjánda tímabilið með Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dóra María Lárusdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir urðu Íslandsmeistarar með Val sumarið 2019.
Dóra María Lárusdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir urðu Íslandsmeistarar með Val sumarið 2019. vísir/daníel

Dóra María Lárusdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Val og mun því spila með liðinu í Pepsi Max deild kvenna í sumar.

Dóra María heldur upp á 36 ára afmælið sitt í sumar og þetta verður hennar átjánda tímabil með Val í efstu deild. Hún hefur spilað með liðinu á öllum tímabilum frá 2001 nema 2011 og 2017. 2011 spilaði hún með Djurgarden í sænsku deildinni.

Dóra María er þegar orðin leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild með 251 leik og hún er jafnframt fjórða markahæst hjá Hlíðarendafélaginu í efstu deild með 93 mörk. Dóra María var með eitt mark og tvær stoðsendingar í fjórtán leikjum með Valsliðinu á síðasta tímabili.

Dóra María spilað 114 A-landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim 18 mörk en hún hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×