Fótbolti

Juventus í úr­slit eftir marka­laust jafn­tefli gegn Inter

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lok, lok og læs hjá Buffon í kvöld.
Lok, lok og læs hjá Buffon í kvöld. Mattia Ozbot/Getty Images

Juventus og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í síðari undanúrslitaleik liðanna í ítalska bikarnum. Þar sem Juventus vann fyrri leik liðanna 2-1 þá er liðið komið í úrslit í 20. skipti í sögu félagsins.

Bæði lið stilltu upp sínum sterkustu liðum og búist var við hörku leik. Ekki var þó búist við markalausu jafntefli þar sem sóknarleikur beggja liða er gríðar öflugur. Sú varð þó raunin þó svo að leikmenn eins og Cristiano Ronaldo, Romelu Lukaku og Lautaro Martinez hafi spilað allan leikinn.

Gamla brýnið Gianluigi Buffon stóð á milli stanganna í marki Juventus og hjálpaði sínum mönnum að komast í úrslit Coppa Italia í 20. skipti á ferlinum.

Atalanta og Napoli mætast annað kvöld en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×