Dramatískur sigur Börsunga í bráðfjörugum leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Börsungar fagna marki í kvöld.
Börsungar fagna marki í kvöld. vísir/Getty

Sigurganga Barcelona hélt áfram þegar liðið heimsótti Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Lionel Messi hóf leik á varamannabekk Börsunga og Betis fór með forystu í leikhlé eftir mark Borja Iglesias á 37.mínútu.

Messi var skipt inná á 57.mínútu og það tók hann rétt rúmlega eina mínútu að jafna metin með góðu skoti úr vítateignum.

Tíu mínútum síðar komust Börsungar í forystu þegar Victor Ruiz skoraði sjálfsmark en hann skoraði svo skömmu síðar í rétt mark og staðan því 2-2 fyrir lokamínútur leiksins.

Portúgalska ungstirnið Trincao reyndist hetja Börsunga því hann skoraði frábært mark á 87.mínútu sem reyndist sigurmarkið í leiknum.

Barcelona í 4.sæti La Liga, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira