Handbolti

Tandri um um­mæli Kristins: Segir meira um hans lið en okkar

Andri Már Eggertsson skrifar
Tandri svaraði Kristni fullum hálsi í leikslok.
Tandri svaraði Kristni fullum hálsi í leikslok. vísir/hulda margrét

„Þetta var torsóttur sigur, þetta var mjög erfiður leikur á köflum en mjög ánægjulegt að taka stigin tvö,” sagði Tandri Már Konráðsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir mikilvægan en erfiðan sigur liðsins á ÍR í Olís deildinni í kvöld.

Stjarnan byrjaði leikinn skelfilega og skoruðu þeir aðeins þrjú mörk á tæplega sautján ínútum og voru lentir sjö mörkum undir.

„ Við erum að skjóta mjög illa, og klára færin mjög óskynsamlega, ég veit ekki hversvegna hvort þetta var taugaóstyrkur eða annað en við snúum leiknum síðan okkur í vil.”

Stjarnan tekur síðan leikhlé sjö mörkum undir og breytir sínu leikplani með að setja aukamann í sóknina.

„Mér fannst þetta virka vel hjá okkur, við fengum gott færi í hvert einasta skipti sem við spiluðum með aukamann í sókn sem var okkar lausn í dag,” sagði Tandri og bætti við að það er ekki fallegt að spila með aukamann svona lengi í sókn.

Tandri var ánægður með varnarleikinn og hrósaði Brynjari fyrir sinn leik í framliggjandi vörn að trufla sendingar leiðar ÍR inga.

„Þetta spilaðist síðan þannig í kvöld að tvisturinn fór mikið út á móti mér sem gaf Brynjari svæði til að vinna með og vorum við duglegir að finna hann,” sagði Tandri um sóknarleik Brynjars.

Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR lét áhugaverð ummæli falla eftir að hafa tapað sínum fimmta leik í röð þar sagði Kristinn að Stjarnan væri með leikmenn sem væru löngu runnir út á dagsetningu.

„Mér finnst þessi ummæli segja meira um hans lið en okkar fyrst við unnum leikinn,” sagði Tandri um ummæli Kristins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×