Viðskipti innlent

Skora á stjórnvöld að koma veitingageiranum til aðstoðar hið snarasta

Samúel Karl Ólason skrifar
Helmingur forsvarsmanna veitingastaða í SVF sögðust ekki geta haldið rekstri áfram út febrúar við núverandi takmarkanir.
Helmingur forsvarsmanna veitingastaða í SVF sögðust ekki geta haldið rekstri áfram út febrúar við núverandi takmarkanir. Vísir/Vilhelm

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði segja mörgum veitingahúsum hafa verið lokað og fjölmörg séu á ystu nöf. Þau rekstrarlegt úthald í óbreyttum takmörkunum. Því skora samtökin á stjórnvöld að bregðast við og létta á takmörkunum sem snúa að veitingahúsum og krám.

Í yfirlýsingu frá SFV segir að skoðanakönnun hafi verið gerð meðal forsvarsmanna fyrirtækja í greininni í desember og þar hafi komið fram að nærri helmingur svarenda telji rekstur sinn ekki geta lifað út febrúar, að takmörkunum óbreyttum.

„SFV sjá engin haldbær rök fyrir þeim takmörkunum sem settar eru á veitingageirann og því ósamræmi sem birtist okkur í tilslökunum í öðrum greinum, s.s. leikhúsum og verslunum. Það er öllum ljóst að aðgerðir stjórnvalda hafa kippt stoðunum undan rekstrargrundvelli veitingastaða,“ segir í yfirlýsingunni.

Þar segir einnig að greinin hafi búið við takmarkanir í tæpt ár og á þeim tíma hafi úrræði stjórnvalda verið takmörkuð.

Áskorun SVF er í fjórum liðum. Hún snýr að því að stjórnvöld hækki hámarksfjölda viðskiptavina í 50 manns, eins og í verslunum. Að opnunartími veitingastaða verði til ellefu á kvöldin. Að sömu skilmálar og eiga við veitingastaði gildi einnig um krár og bari og að hið opinbera hjálpi endurreisn veitingageirans tafarlaust.


Tengdar fréttir

Þessar breytingar á sam­komu­banni tóku gildi á mið­nætti

Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán.

Rúmlega tuttugu ára sögu Café Bleu lokið

Kaffihúsinu Café Bleu, sem starfrækt hefur verið í Kringlunni frá árinu 1999, hefur verið lokað. Eigendur kaffihússins segjast sjá á eftir fjölmörgum fastakúnnum en tími hafi verið kominn á breytingar. Nýr veitingastaður verður opnaður í rýminu að loknum framkvæmdum.

„Við viljum ekki að þessar reglur séu of íþyngjandi“

Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar þann 13. janúar. Samkvæmt reglunum verður krám og skemmtistöðum áfram gert að hafa lokað. Heilbrigðisráðherra segist skilja gremju fólks yfir misræmi í sóttvarnaraðgerðum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×