Sport

Annað áfall Mayweather á innan við viku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Floyd Mayweather á NBA-leik fyrr í vetur.
vísir/getty

Floyd Mayweather, hnefaleikakappinn öflugi, á um sárt að binda þessa daganna en í gærkvöldi var staðfest að annar fjölskyldumeðlimur hans hafi látist á innan við viku.

Fyrr í vikunni lést barnsmóðir hans en hún fannst látin í bíl í Kaliforníu þann 11. mars. Saman áttu þau Josie Harris og Mayweather þrjú börn saman.

Í gærkvöldi var svo tilkynnt að Roger Mayweather, þjálfari og frændi kappans, hafi látið lífið en hann lést 58 ára gamall.

Áður en Roger gerðist hnefaleikaþjálfari þá barðist hann sjálfur en hann varð bæði veltivigtsmeistari og einnig meistari í fjaðurvigt.

Dánarorsök Roger hefur ekki verið gefin upp.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×