Sport

Dag­skráin í dag: Lið ára­tugarins, HM í pílu og kjúk­linga­vængir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Við höldum áfram að kynna lið áratugarins á Stöð 2 Sport í dag.
Við höldum áfram að kynna lið áratugarins á Stöð 2 Sport í dag. Stöð 2

HM í pílukasti heldur að sjálfsögðu áfram í dag og þá höldum við áfram að fara yfir lið áratugarins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu.

Klukkan 18.35 er Lið áratugarins á dagskrá. Að því loknu er komið að sérstökum þætti um Justin Shouse, fyrrum leikmanns Stjörnunnar í körfubolta sem hefur nú opnað sinn eigin veitingastað á Íslandi.

„Justin Shouse er einn af eftirminnilegustu körfuboltamönnum sem leikið hafa í efstu deild á Íslandi. Hann fluttist til Íslands árið 2005 til að spila körfubolta með Drang í Vík í Mýrdal. 15 árum seinna er hann en á Íslandi, Orðin íslenskur ríkisborgari og búin að opna sinn eigin veitingastað,“ segir um þáttinn á vef Stöð 2.

Stöð 2 Sport 3

HM í pílukasti hefst klukkan 12.00 og er til 16.05. Við hefjum svo leik að nýju klukkan 18.00 og er sú útsending til 22.05.

Dagskráin í dag.

Framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×