Enski boltinn

Özil líklega á leið til Fenerbache

Ísak Hallmundarson skrifar
Mesut Özil hefur verið í kuldanum hjá Arsenal undanfarna mánuði.
Mesut Özil hefur verið í kuldanum hjá Arsenal undanfarna mánuði. getty/Paul Gilham

Mesut Özil hefur ekkert spilað með Arsenal á þessari leiktíð og mun að öllum líkindum yfirgefa félagið næsta sumar þegar hann verður samningslaus.

Næsti áfangastaður er sagður vera Fenerbache í Tyrklandi. Özil er með 60 milljónir íslenskra króna í vikulaun hjá Arsenal en mun fá um 26 milljónir ef hann fer til Tyrklands. 

Það er óvíst hvort Özil muni spila með Arsenal seinni hluta þessa tímabils en það þykir líklegast að hann klári samning sinn hjá liðinu sama hvort hann spili fótbolta eða ekki.

Özil hefur verið hjá Arsenal í sjö ár og spilað yfir 250 leiki með liðinu en hann hefur ekki verið í náðinni hjá Mikel Arteta og er hvorki í leikmannahópi liðsins í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×