Sport

Dagskráin í dag: Pílan, enskur fótbolti og Real Madrid

Anton Ingi Leifsson skrifar
Madrídingar fagna um helgina, í grannaslagnum gegn Atletico Madrid. Í dag mæta þeir öðru Athletic liði á heimavelli.
Madrídingar fagna um helgina, í grannaslagnum gegn Atletico Madrid. Í dag mæta þeir öðru Athletic liði á heimavelli. vísir/Getty

Þrír beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports en þar má finna ítalskan fótbolta, enskan fótbolta, spænskan fótbolta og fyrsta daginn á HM í pílu.

Fyrsta útsending dagsins er klukkan 17.20 er Udinese og Crotone mætast. Udinese er í 10. sæti deildarinnar með þrettán stig en Crotone er í meira veseni; á botninum með fimm stig.

Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst í dag en fyrsta útsendingin er í dag klukkan 17.45. Páll Sævar Guðjónsson, Röddin, mun fylgja fólki fram til 3. janúar þegar heimsmeistarinn verður krýndur.

Watford og Brentford mætast svo í ensku B-deildinni klukkan 19.55 en klukkan 20.50 eru það svo Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid sem mæta Athletic Bilbao.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×