Innlent

Tækifærið til að uppfylla drauminn um hóflegu jólin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra,
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Vísir/Vilhelm

Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, skaut þeirri hugmynd að þeim sem hafa alltaf látið sig dreyma um að halda hógvær og lágstemmd jól en aldrei þorað, að nú væri tækifærið.

Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Rögnvaldar á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Þar var meðal annars minnt á mikilvægi þess að passa sig vel í aðdraganda jólanna, en þeir sem greinast nú með kórónuveiruna þurfa að vera í einangrun stóran hluta þeirra.

„Smitin gerast í umhverfi þar sem við teljum okkar vera örugg. Við þurfum að halda vöku og passa vel persónubundnar smitvarnir. Við þurfum að forðast allar hópamyndanir, alveg sama hvaða nafni þær nefnast,“ sagði Rögnvaldur.

Þá minnti hann á jólakúlurnar svokölluðu þar sem fólk hefur verið beðið um að takmarka þá sem þeir hitta yfir jólin við tíu manns, í svokallaðri jólakúlu. Nú væri tækifærið til að halda hófleg jól.

Á þessum tímum er svo mikilvægt að við hjálpumst öll að og sýnum hvert öðru tillitssemi. Nú er tækifærið til að halda hógværu og lágstemmdu jólin sem ykkur hefur alltaf langað til að halda en ekki þorað.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×