Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sóttvarnalæknir segir smitstuðulinn vera kominn undir 1 en að lítið þurfi að gerast til að önnur bylgja skelli á.

 Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 sýna að þeir einstaklingar sem hafa greinst með sjúkdóminn eru eftir veikindi sín líklegri til að upplifa einkenni þunglyndis og áfallastreitu.

Hundrað milljóna króna greiningartæki sem loksins hefur borist til landsins mun verða til þess að sýkla og veirufræðideild Landspítalans verði á heimsmælikvarða hvað afkastagetu og möguleika á greiningu varðar.

Þetta og meira til í hádegisfréttum á Bylgjunni á slaginu tólf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×