Fótbolti

Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Allt að sjóða upp úr í kvöld.
Allt að sjóða upp úr í kvöld. EPA-EFE/IAN LANGSDON

Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá  Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma.

Staðan var markalaus þegar rúmar 13 mínútur voru liðnar af leiknum. Mikill hiti var á varamannabekk gestanna frá Tyrklandi. Dómari leiksins kemur í kjölfarið að varamannabekknum til að reka Pierre Webó, einn í þjálfarateymi Başakşehir, af velli. 

Fjórði dómari leiksins ku hafa komið og rætt við aðaldómara leiksins og sagt að „svarti maðurinn“ eigi að fá rauða spjaldið. Webó vildi reyndar meina að fjórði dómari hefði notað annað og mun meira niðrandi orð. 

Í kjölfarið báðu leikmenn Tyrkja um virðingu og gengu einfaldlega af velli. Leikmenn PSG fylgdu í kjölfarið.

Allt þetta má sjá í klippunum hér að neðan.

Klippa: Bæði lið gengu af velli í Tyrklandi
Klippa: Meira frá París

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×