Sport

Dag­skráin í dag: Fær Mikael tæki­færi gegn Liver­pool?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael átti frábæran leik gegn Atalanta í síðustu umferð en þá lék hann á miðri miðjunni.
Mikael átti frábæran leik gegn Atalanta í síðustu umferð en þá lék hann á miðri miðjunni. Midtjylland

Segja má að Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu sé í sviðsljósinu í dag en riðlakeppni hennar lýkur nú í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Andersson fær vonandi tækifæri gegn Liverpool er liðin mætast í Danmörku í kvöld. Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin eru að sjálfsögðu á sínum stað.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.35 er þátturinn Man in the Middle á dagskrá. Þar er fjallað um störf dómara í Meistaradeild Evrópu.

Klukkan 19.30 hefst Meistaradeildarmessan og 22.00 er komið að Meistaradeildarmörkunum.

Stöð 2 Sport 3

Við sýnum leik Manchester City og Marseille beint klukkan 19.50. City eru nú þegar komnir áfram og þurfa aðeins stig til að tryggja sér toppsæti C-riðils á meðan Marseille situr á botni riðilsins en á enn möguleika á 3. sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni eftir áramót.

Stöð 2 Sport 4

Midtjylland tekur á móti Liverpool klukkan 17.45 og klukkan 19.50 er komið að leik Real Madrid og Borussia Mönchengladbach. Mikið er undir í síðari leik dagsins en Real eru sem stendur í 3. sæti riðilsins á meðan Gladbach er í toppsætinu.

Enn geta þó öll lið riðilsins farið áfram en Shakhtar Donetsk og Inter Milan eru í 2. og 4. sæti B-riðils.

Stöð 2 Sport 5

Leikur Salzburg og Atlético Madrid er í beinni útsendingu klukkan 19.50. Vinni Salszburg fer það áfram en Atlético dugir jafntefli.

Hér má sjá dagskrá dagsins í dag.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×