Innlent

„Eitthvað verið að rýmka“ að sögn Bjarna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að eitthvað verði rýmkað til með nýjum sóttvarnareglum sem ræddar voru á ríkisstjórnarfundi nú í morgun.

Hann vill að öðru leyti láta Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að kynna þær aðgerðir sem á að grípa til. 

Þá segir Bjarni ráðherrann hafa góðan stuðning í ríkisstjórn fyrir sínum ákvörðunum. Þegar þetta er ritað er enn beðið eftir Svandísi en hún mun gera grein fyrir þeim aðgerðum sem taka gildi á fimmtudag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×