Fótbolti

Brá í brún er hann sá að búið væri að reka Lars og ráða Ståle

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lars var skipt út í gær fyrir fyrrum FCK stjórann, Ståle Solbakken.
Lars var skipt út í gær fyrir fyrrum FCK stjórann, Ståle Solbakken. Quality Sport Images/Getty Images

Það kom leikmönnum norska landsliðsins í opna skjöldu í gær er skipt var um landsliðsþjálfara.

Leikmenn norska landsliðsins segja að ráðning Ståle Solbakken sem þjálfara liðsins hafi komið þeir á óvart en þeir eru ánægðir með það. Þetta segja þeir í samtali við VG.

Lars Lagerbäck var með samning við norska knattspyrnusambandið út undankeppni HM 2022. Norðmenn ákváðu hins vegar að skipta um þjálfara fyrst Solbakken var á lausu. Honum var sagt upp störfum hjá FC Köbenhavn í haust.

Markvörðurinn Rune Jarsteni sem leikur með Hertha Berlín er ánægður með Ståle en tíðindi dagsins komu honum í opna skjöldu.

„Þetta er mjög spennandi en kemur mikið á óvart. Þannig er þó fótboltinn og þetta verður spennandi með Ståle,“ sagði markvörðurinn í samtali við VG. Miðjumaðurinn Stefan Strandberg, leikmaður Ural Yekaterinburg, tók í svipaðan streng.

„Þetta er mjög gott. Hann hefur náð frábærum úrslitum með FCK í langan, langan tíma. Hann er mjög öflugur varnarlega og það eru ekki mörg lið, ef einhver, sem hafa spilað eins góðan varnarleik.“

Samningur Ståle er til ársins 2024 en hann tekur formlega við þann 7. desember er dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM í Katar sem fer fram árið 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×