Lífið

„Krakkar ég þarf hleðslutækið mitt núna!“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét sést hér neðst til vinstri.
Margrét sést hér neðst til vinstri.

Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað á 600. fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær.

Fundurinn var í beinni útsendingu á YouTube og sátu hann Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Sanders, Regína Fanný Guðmundsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Friðjón Einarsson.

Var nánast batteríslaus

Margrét Þórarinsdóttir er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ og ræddi hún um forsendur fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar en þegar hún hóf mál sitt kom í ljós að hún var að verða batteríslaus. Hún sagði að nauðsynlegt væri að uppfæra fjárhagsáætlunina miðað við réttar forsendur þar sem heimsfaraldurinn hefði vissulega haft áhrif á efnahag Suðurnesjanna.

Klippa: Gleymdi að slökkva á hljóð­nemanum á bæjar­stjórnar­fundi í Reykja­nes­bæ

Þegar Margrét hafði lokið máli sínu slökkti hún á myndavélinni á samskiptaforritinu og hefði betur mátt slökkva einnig á hljóðnemanum. 

Allt í einu heyrist í Margréti kalla ákveðið til barna sinn: „Krakkar ég þarf hleðslutækið mitt núna!“

Við það skelltu fulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar upp úr og úr varð mjög fyndið atvik.

 Grétar benti einnig skemmtilega á þetta á Twitter en þeir sem vilja sjá fundinn í heild sinni geta horft á hann hér á YouTube.


Tengdar fréttir

Sex góð ráð fyrir fundarstjóra fjarfunda

Guðrún Ragnarsdóttir hefur fundarstýrt ófáum stærri og smærri fjarfundum. Hún segir fundarstjóra fjarfunda þurfa að vera vel undirbúna og þar skipti nokkur lykilatriði máli. 

Algeng mistök á fjarfundum

Dæmi um algeng mistök á fjarfundum mátti sjá í þætti Gísla Marteins á RÚV um síðustu helgi þegar ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson mættu sem gestir í gegnum fjarfundarbúnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×