Sport

Katrín Tanja hvílir sig á sviðsljósinu og samfélagsmiðlum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir var frábær á heimsleikunum sem fóru fram óvenju seint á árinu út af kórónuveirufarladrinum.
Katrín Tanja Davíðsdóttir var frábær á heimsleikunum sem fóru fram óvenju seint á árinu út af kórónuveirufarladrinum. Instagram/@comptrain.co

Katrín Tanja Davíðsdóttir lauk löngu og stormasömu CrossFit tímabili 25. október síðastliðinn en síðast hefur heyrst lítið frá íslensku CrossFit stjörnunni.

Katrín Tanja Davíðsdóttir þurfti nauðsynlega á líkamlegu og andlegu fríi að halda eftir að 2020 CrossFit tímabilinu lauk með ofurúrslitum heimsleikanna í lok október.

Katrín Tanja hóf árið á því að glíma við erfið bakmeiðsli en lauk því sem önnur hraustasta CrossFit kona heimsins.

Til að ná þessari endurkomu og þessum árangri á ári eins og 2020, í viðbót við það að berjast fyrir eigandaskiptum á CrossFit, þá þurfti mikinn styrk og mikla orku.

Það er því kannski ekkert skrýtið að íslenska CrossFit stjarnan hafi þurft að hvíla sig á sviðsljósinu og samfélagsmiðlum.

Katrín Tanja Davíðsdóttir er duglega að setja inn færslur á samfélagsmiðla þar sem hún gefur aðdáendum sínum innsýn í sitt CrossFit líf eða færir fylgjendum sínum sína góðu lífsspeki beint í æð.

Síðasta færsla Karínar Tönju á Instagram kom hins vegar 26. október síðastliðinn eða fyrir meira en þremur vikum síðan. Sjá hana hér fyrir neðan.

Katrín Tanja gerði þá upp heimsleikanna og silfurverðlaun sín með stuttum þakkarpistli.

Katrín Tanja hefur síðan snúið heim til Íslands í fyrsta sinn í rúma átta mánuði.

Fylgjendur hennar fengu að sjá aðeins af endurfundum Katrínar Tönju og Anníe Mistar Þórisdóttur í gegnum samfélagsmiðla Anníe Mistar en þar hitti Katrín Tanja Freyju Mist, þriggja mánaða dóttur Anníe og Frederiks Ægidius í fyrsta sinn.

Þegar kemur að færslum frá Katrínu Tönju á samfélagsmiðlum þá hefur ekki verið neitt að frétta í 23 daga. Það er augljóst að Katrín Tanja þurfti að hlaða batteríin sín og þurfti að fá að gera það í friði.

Þrjár vikur eru svo sem ekki langur tími en þegar þú ert með 1,8 milljón fylgjendur á Instagram þá er það auðvitað aðeins önnur staða.

Við fögnum því að Katrín Tanja hafi kost á því að endurhlaða sig fyrir komandi CrossFit tímabil. Hún er að njóta tímans með fjölskyldu sinni á Íslandi og kemur vonanandi endurnærð til baka eftir það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×