Innlent

Þrír greindust með veiruna í gær

Sylvía Hall skrifar
_VIL4249 (2)
Vísir/Vilhelm

Þrír greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Öll smitin greindust í einkennasýnatöku og var einn í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 

Sextán greindust með veiruna á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim. 

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is.

Sautján greindust með veiruna í fyrradag, en töluvert færri sýni voru tekin í gær. 393 einkennasýni voru tekin á Íslenskri erfðagreiningu og Landspítala, 448 í landamæraskimun og 37 í sóttkvíar- og handahófsskimun.

Nýgengi innanlandssmita er á niðurleið.Covid.is

351 er nú í einangrun samanborið við 394 í gær. Fólki í sóttkví fjölgar á milli daga og eru nú 719 í sóttkví, en í gær voru 659.

Staðan á sjúkrahúsum er óbreytt en þar eru 62 vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu.

Nýgengi innanlandssmita er nú 71,4 en var 76,9 í gær. Nýgengi landamærasmita stendur í stað og er áfram 9,3.

5.189 hafa nú greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hér á landi. 4.813 hafa lokið einangrun vegna smits frá upphafi og 44.116 hafa lokið sóttkví. 25 hafa látist vegna veirunnar hér á landi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×