Lífið

Bein útsending: Goðsagnir lesa gervilimrurnar hans Gísla Rúnars

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gísli Rúnar Jónsson.
Gísli Rúnar Jónsson. Stöð 2

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Gervilimrur Gíslar Rúnars, sem að þjóðargersemin Gísli Rúnar Jónsson skildi eftir sig fyrir þjóðina og setti í prent vikunni áður en hann lést, verður útgáfugleði bókarinnar streymt í beinni útsendingu í kvöld klukkan 20.

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, stjúpdóttir Gísla Rúnars, segir að í kvöld komi fram bestu vinir hans til fjölda ár auk fjölskyldu. Munu þau öll keppast við að segja skemmtilegar sögur af Gísla auk þess sem þau munu lesa uppáhalds limrurnar sínar upp úr bókinni.

„Það tók Gíslar Rúnar 7 ár að undirbúa útgáfu bókarinnar, sem nú hefur litið dagsins ljós í öllu sínu veldi við snilldarlegar myndskreytingar Viktoríu Buzukina,“ segir Eva Dögg.

Þeir sem fram koma eru:

Laddi, Þórhallur Sigurðsson

Björgvin Halldórsson

Karl Ágúst Úlfsson

Edda Björgvinsdóttir

Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir

Júlíus Brjánsson

Árni Blandon

Helga Braga

Gunnar Helgason

Björk Jakobsdóttir

Björgvin Frans Gíslason

Róbert Óliver Gíslason

Bjarni Gabríel Bjarnason






Fleiri fréttir

Sjá meira


×