Fótbolti

Albert með stoðsendingu í sigri AZ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert og félagar fagna marki í kvöld.
Albert og félagar fagna marki í kvöld. Ed van de Pol/Soccrates/Getty Images

Albert Guðmundsson heldur áfram að gera það gott hjá AZ Alkmaar en hann lagði upp eitt marka AZ í 3-0 útisigri á Heerenveen.

Teun Koopmeiners kom AZ yfir úr vítaspyrnu á 29. mínútu og tólf mínútum síðar skoraði Lucas Woudenberg sjálfsmark.

2-0 í hálfleik og þriðja markið kom á 47. mínútu en Albert kom þá boltanum á Jesper Karlsson sem kom boltanum í netið. Lokatölur 3-0.

AZ Alkmaar er í áttunda sæti deildarinnar með ellefu stig eftir sjö umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×