Lazio jafnaði á síðustu sekúndunni gegn Juve

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ronaldo meiddist í dag.
Ronaldo meiddist í dag. vísir/Getty

Ítalíumeistarar Juventus heimsóttu Lazio í fyrri stórleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn byrjaði vel fyrir gestina því Cristiano Ronaldo var á skotskónum strax á 15.mínútu þegar hann batt endahnútinn á góða sókn þar sem Juan Cuadrado fór mikinn.

Ronaldo var áfram ógnandi og komst nokkrum sinnum nálægt því að tvöfalda forystuna. Ekki vildi þó boltinn aftur inn og haltraði Ronaldo af velli um stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Það stefndi í nauman sigur meistaranna en Felipe Caicedo jafnaði metin með síðustu spyrnu leiksins við mikinn fögnuð heimamanna.

Fjórða jafntefli Juventus í fyrstu sjö umferðunum og sitja meistararnir í þriðja sæti deildarinnar, með þremur stigum minna en topplið AC Milan sem á leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira