Erlent

Tveir stungnir til bana af manni í „miðaldafötum“

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan var með mikin viðbúnað vegna árásarinnar en myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglan var með mikin viðbúnað vegna árásarinnar en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Tim De Waele

Minnst tveir eru dánir eftir að maður í „miðaldafötum“ stakk fólk í Quebec í Kanada. Fimm eru særðir eftir árásina en lögreglan handtók mann á þrítugsaldri vegna árásarinnar. Lögreglan segir manninn hafa stungið fólk með hnífi en hann var sjálfur fluttur á sjúkrahús eftir handtöku.

Hinir særðu eru ekki í lífshættu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.

Lögreglan bað fólk um vera ekki á ferðinni en árásin var gerð í sögufrægu hverfi borgarinnar sem nefnist Parliament Hill.

Samkvæmt frétt CBC hefur lögreglan þó varist fregna vegna málsins og hefur ekki viljað gefa upp hvort árásirnar voru gerðar af handahófi og hvort að árásarmaðurinn hafi verið kunnur lögreglu. Þá er ekki búið að gefa upp hverjir dóu í árásinni en enn er nótt í Kanada.

Fregnir bárust fyrst af árásinni um klukkan hálf ellefu að staðartíma og voru lögregluþjónar sendir með hunda til að elta árásarmanninn uppi. Hann var handtekinn skömmu síðar nærri gömlu höfn borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×