Erlent

Tólf látin eftir skjálftann í Tyrklandi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Upptök skjálftans voru hér, skammt frá Izmir.
Upptök skjálftans voru hér, skammt frá Izmir. Vísir/Hafsteinn

Minnst 12 eru látin og 419 slösuð eftir að 6,6 stiga stiga jarðskjálfti reið yfir nærri vesturströnd Tyrklands í dag.

Upptök skjálftans voru skammt frá borginni Izmir þar sem tjónið er einna mest. Tugir bygginga hafa hrunið. Björgunarfólk hefur unnið hörðum höndum að því að leita að fólki og bjarga því úr rústunum.

Þá flæddi inn á götur Izmir og fréttir bárust af því að einhverra sjómanna væri saknað. Lítil flóðbylgja skall svo á grísku eyjunni Samos.

Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við fréttastofu að engar tilkynningar hafi borist borgaraþjónustu ráðuneytisins frá Íslendingum vegna skjálftans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×