Viðskipti innlent

Sam­keppnis­eftir­litið hefur rann­sókn á Orku náttúrunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Samkeppnisyfirlitið tilkynnti Orkuveitu Reykjavíkur, eiganda ON, um rannsóknina í bréfi í síðasta mánuði og hefur jafnframt verið óskað eftir ýmsum gögnum.
Samkeppnisyfirlitið tilkynnti Orkuveitu Reykjavíkur, eiganda ON, um rannsóknina í bréfi í síðasta mánuði og hefur jafnframt verið óskað eftir ýmsum gögnum. Vísir/Vilhelm

Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á Orku náttúrunnar (ON) þar sem kannað er hvort að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við samkeppnislög þegar kemur að sölu, uppsetningu og þjónustu fyrirtækisins bæði á hleðslustöðvum og hleðslum fyrir rafbíla.

Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Þar segir að kæra hafi verið lögð fram af Ísorku, söluaðila hleðslustöðva, og er ON er sakað um að nýta sér markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla.

Samkeppniseftirlitið tilkynnti Orkuveitu Reykjavíkur, eiganda ON, um rannsóknina í bréfi í síðasta mánuði og hefur jafnframt verið óskað eftir ýmsum gögnum. Fréttablaðið segir ennfremur frá því að ON hefur í þrígang sent Samkeppiseftirlitinu bréf með athugasemdum.

Haft er eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastýru ON, að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafi komið fyrirtækinu á óvart, enda markaðurinn lítill og á frumstigi. Þó sé nauðsynlegt að koma innviðunum fyrir rafbílanotkun landans í lag áður en eftirspurnin sé fyrir hendi. 

Hún vonast þó til að rannsóknin leiði til þess að staða og skipulag markaðarins muni skýrast og hvetja til frekari uppbyggingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×