Viðskipti innlent

Flosi ráðinn sviðs­stjóri hjá Borgar­byggð

Atli Ísleifsson skrifar
Flosi H. Sigurðsson.
Flosi H. Sigurðsson. Borgarbyggð

Flosi H. Sigurðsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og þjónustusviðs Borgarbyggðar.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að sveitarstjórn hafi samþykkt ráðninguna á fundi sínum í dag.

„Flosi lauk B.A. gráðu í lögfræði árið 2008 og M.A gráðu í lögfræði árið 2010. Árið 2010 öðlaðist hann réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi og árið 2018 hlaut hann réttindi til að flytja mál fyrir Landsrétti.

Flosi hefur undanfarin ár unnið sem framkvæmdastjóri og lögmaður hjá OPUS lögmönnum, auk þess er hann einnig einn af eigendum stofunnar. Sérsvið hans hafa verið forsjármál, fjárskipti, skiptastjórn og stjórnsýslumál. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Greiðslu ehf. samhliða því að sinna stundakennslu við Háskóla Íslands.“

Alls bárust átján umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×