Handbolti

Formaður FH vonar að handboltinn snúi aftur sem fyrst

Ísak Hallmundarson skrifar

„Við vonumst til þess að það verði hægt að byrja sem fyrst. Auðvitað eru þetta krefjandi tímar og óvissan töluverð en við vonum það besta og ég vonast til þess að það verði hægt að byrja að æfa kannski um mánaðarmótin og svo byrja að spila viku eða tíu dögum seinna,“ segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH um framhald Íslandsmótsins í handbolta sem nú hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar.

Aðspurður hvernig handboltahreyfingin sér fyrir sér framhald mótsins er engan bilbug að finna á Ásgeiri sem vill spila þétt næstu mánuði.

„Við viljum keyra þetta á fullt og spila jafnvel tvær umferðir milli jóla og nýárs. Gera jólastemmningu úr þessu og vera með mikinn handbolta í gangi í nóvember og desember. Við spilum mótið eins lengi og við þurfum, það eru allir klárir í það held ég og við vitum það núna.“

Allt viðtalið í heild má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×