Innlent

Ráðherra vill auka fjármagn í Bjargráðasjóð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson leggur til að fjárframlög í Bjargráðasjóð verði aukin. 
Kristján Þór Júlíusson leggur til að fjárframlög í Bjargráðasjóð verði aukin.  Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt til að Bjargráðasjóði verði tryggt aukið fjármagn á þessu ári vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna síðasta vetur. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að ríkistjónin hafi samþykkt tillögu ráðherra um að vísa málefnum sjóðsins til vinnslu frumvarps til fjáraukalaga 2020.

Þá segir að síðastliðinn vetur hafi orðið óvenju mikið girðingatjón vegna óveðurs í desember 2019 og almennrar vetrarhörku. Að auki hafi sjóðnum borist fjölmargar tilkynningar um verulegt kaltjón, einkum á Norður- og Austurlandi.

Vegna þessa er ásókn í sjóðinn mikil en endanleg fjárhæð tjónsins liggur ekki fyrir þar sem unnið er að því að meta umsóknir sem eru á þriðja hundrað. „Þó er ljóst að það er talsvert umfram núverandi úthlutunar getu sjóðsins,“ segir ennfremur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×