Handbolti

Viktor lokaði markinu í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor Gísli varði vel í marki GOG.
Viktor Gísli varði vel í marki GOG. vísir/getty

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik er GOG vann öruggan sigur á KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Staðan var 5-5 eftir tíu mínútur en fimm mínútum síðar höfðu heimamenn í GOG náði fimm marka forystu.

Þeir voru með átta marka forystu í hálfleik, 18-10, og eftirleikurinn varð auðveldur. Munurinn að endingu varð ellefu mörk. Lokatölur 32-21.

Viktor Gísli átti góðan leik í markinu hjá GOG en hann var með tæplega 40% markvörslu.

Ágúst Elí Björgvinsson náði sér ekki á strik í markinu hjá KIF Kolding en hann varði tvö skot.

GOG er með ellefu stig eftir fyrstu sex leikina og er í öðru sætinu en Kolding er í áttunda sætinu með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×