Bílar

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dregst saman um 4,4%

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Ástæður samdráttar í umferð þarf vart að tíunda, kórónaveirufaraldurinn hefur leitt af sér nánast algjört stopp í komu ferðamanna. Slíkt hefur talsverð áhrif á umferð og er líkleg skýring á meginþorra þess samdráttar sem nú er að raungerast.
Ástæður samdráttar í umferð þarf vart að tíunda, kórónaveirufaraldurinn hefur leitt af sér nánast algjört stopp í komu ferðamanna. Slíkt hefur talsverð áhrif á umferð og er líkleg skýring á meginþorra þess samdráttar sem nú er að raungerast.

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 4,4% í september miðað við september í fyrra. Frá áramótum nemur samdráttur í umferðinni um átta prósentum og stefnir í þrisvar sinnum meiri samdrátt en áður hefur mælst á milli ára.

Umferðin jókst um 4,9% frá ágúst til september en er þó talsvert minni en í september í fyrra um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greinir í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Mesti munur á milli septembermánaða sem áður hafði mælst var á milli september mánaða árin 2008 og 2009, þá 3,6%.

Hlutfallslegur mismunur á summu meðalumferðar á sólarhring eftir mánuðum. Mælt á þremur mælisniðum á höfuðborgarsvæðinu. Samanburður á milli áranna 2019 og 2020.

Rýnt í tölurnar

Umferð um hafnarfjarðarveg dróst saman um 8,7% í september ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Það er mesti samdrátturinn en smávægileg aukning varð á Reykjanesbraut eða 0,1%.

Þegar horft er til umferðar í september eftir vikudögum þá er samdráttur alla daga. Hann er þó mestur á sunnudögum eða 15,2%. Minnstan samdrátt má greina á miðvikudögum eða 2,6%.

Þá segir á vef Vegagerðarinnar að bíllausa daginn, 20. september hafi borið upp á sunnudegi og þá hafi umferð verið 10,7% minni en meðalsunnudag í september.

Meðalumferð á dag.

Árið 2020

Samdráttur á árinu nemur nú 8,2% í heildina miðað við sama tíma í fyrra. Apríl verður sennilega sá mánuður þar sem minnst umferð var og júní sennilega sá umferðarþyngsti ef marka má mynstur hefðbundins árs.

Þá stefnir í að á lykilmælisniðunum þremur verði um 8% samdráttur á milli ára. Ef svo verður er það lang mesti samdráttur sem mælst hefur. Metið stendur í 2,4% á milli áranna 2008 og 2009. Árið 2020 gæti því orðið þrisvar sinnum meiri samdráttur en á núverandi metárum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×