Viðskipti innlent

Ráðinn markaðs­­stjóri Sjó­vár

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhann Þórsson.
Jóhann Þórsson. Sjóvá

Jóhann Þórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri hjá Sjóvá. 

Hann hefur áður starfað sem markaðsstjóri Dohop, frá 2014 til 2017, hjá Wedo (Heimkaup, Hópkaup og Bland.is) á árunum 2017 til 2018. Þá hefur hann starfað sem vefstjóri og sérfræðingur í stafrænum miðlum í markaðsdeild Sjóvá frá ársbyrjun 2019.

Í tilkynningu segir að Jóhann sé með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í lífupplýsingafræði frá Royal Holloway, University of London.

Hann er kvæntur Heiði Hrund Jónsdóttur, félagsfræðingi við HÍ og saman eiga þau tvö börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×