Innlent

Þyrlu­sveit og sér­sveitar­menn birtust á Mos­fells­heiði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra stunduðu æfingar á Mosfellsheiði í morgun. Sverrir Steinn Sverrisson var að aka Mosfellsheiðina um ellefuleytið í morgun þegar þyrla gæslunnar lenti á heiðinni. Hann náði meðfylgjandi myndbandi af lendingunni.

Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var um hefðbundna æfingu þyrlusveitar og sérsveitar að ræða.

Á meðan æfingunni stóð barst tilkynning um rútuslys á Mosfellsheiði. Þyrlan lenti á veginum við slysið þar sem sérsveitarmennirnir fóru út ásamt stýrimanni til að athuga ástand þeirra sem voru um borð. Þyrlan hélt til Reykjavíkur í þeim tilgangi að ná í lækni.

Þegar þyrlan var á leið til Reykjavíkur var útkallið afturkallað og æfing sérsveitar og þyrlusveitar gat haldið áfram.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×