Innlent

Björguðu manneskju úr sjónum við Grindavík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Grindavík.
Frá Grindavík. vísir/egill

Slökkvilið Grindavíkur og björgunarsveitin Þorbjörn voru kölluð út klukkan 19:48 í kvöld vegna manneskju sem hafði farið í sjóinn við Grindavík.

Að sögn Ásmundar Jónssonar, slökkviliðsstjóra í Grindavík, tókst að bjarga manneskjunni á nokkrum mínútum og var hún flutt á sjúkrahús í Reykjavík. Nánari upplýsingar fást ekki um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×