Innlent

Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skólavist á Seltjarnarnesi kostar rúmlega 42 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum mat.
Skólavist á Seltjarnarnesi kostar rúmlega 42 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum mat. Vísir/Vilhelm

Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ sem gerði könnun á kostnaðinum.

Hækkunin nemur 3.875 krónum á mánuði eða 34.875 krónum á ári miðað við níu mánaða vistun. Þess má geta að gjöldin á Seltjarnarnesi voru þau hæstu meðal þeirra 15 sveitarfélaga sem úttektin nær til fyrir breytinguna og eru það enn.

Minnstu hækkanir á gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat voru í Mosfellsbæ.

Samanburðinn má sjá í töflunni að ofan.

Mikill munur er á heildargjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat milli sveitarfélaga. 17.157 króna munur er á hæstu gjöldunum sem eru á Seltjarnarnesi, 42.315 krónur, og þeim lægstu í Fjarðarbyggð, 25.158 krónur Munurinn á hæstu gjöldunum og þeim lægstu er því 154.413 krónur á ári.

Nánar má kynna sér samanburðinn á vefsíðu ASÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×