Erlent

Birtu myndir af sólinni í áður ó­þekktri upp­lausn

Atli Ísleifsson skrifar
Á myndinni geta vísindamenn greint svæði eða drætti á yfirborði sólar sem mælast allt niður í 30 kílómetra í þvermál.
Á myndinni geta vísindamenn greint svæði eða drætti á yfirborði sólar sem mælast allt niður í 30 kílómetra í þvermál. NSO/AURA/NSF

Sólarsjónauki á Hawaii, sem kenndur er við Daniel K Inouye, hefur náð myndum af sólinni okkar í áður óþekktri upplausn. Á myndinni geta vísindamenn greint svæði eða drætti á yfirborði sólar sem mælast allt niður í 30 kílómetra í þvermál.

Er um einstakar myndir þegar stærð sólarinnar er höfð í huga, en þvermál hennar er 1,4 milljón kílómetrar og er hana að finna í 149 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.

Hver formgerð sem sést og þekur yfirborðið er nokkurn veginn á stærð við Texas, segir í erlendum fjölmiðlum. Streymir þar upp gríðarlegt magn gass.

Sjónaukinn Daniel K Inouye er nýr og að finna á toppi Haleakalā, 3.000 metra hás eldfjalls á eyjunni Maui. Er ljósop sjónaukans fjórir metrar í þvermál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×