Handbolti

Frakkar skoruðu 40 mörk gegn Serbíu og Evrópu­meistararnir höfðu betur í granna­slagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nikola Karabatic.
Nikola Karabatic. vísir/epa

Franska landsliðið var í miklu stuði er liðið mætti Serbíu í æfingarleik í kvöld en Frakkarnir unnu fjórtán marka sigur, 40-26, er liðin mættust í Gull-deildinni í handbolta, æfingamóti fyrir EM.

Franska liðið skoraði 22 mörk í fyrri hálfleik og var níu mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 22-13.







Frakkar eru í riðli með Noregi, Portúgal og Bosníu og Hersegóvínu en riðillinn fer fram í Þrándheimi. Frakkarnir leika gegn Portúgal 10. janúar.

Portúgalar voru einmitt að spila í kvöld en þeir töpuðu fyrir grönnum sínum í Spáni, 30-25, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 17-17.

Spánverjar eru í riðli með Þýskalandi, Lettlandi og Hollandi en sá riðill fer einnig fram í Þrándheimi. Spánverjar eiga titil að verja.

Öll úrslit dagsins í handboltanum:

Rússland - Pólland 30-25

Túnis - Holland 30-29

Bosnía og Hersegóvína - Katar 27-30

Danmörk - Noregur 28-26

Slóvenía - Norður Makedónía 33-28

Spánn - Portúgal 30-25

Sviss - Úkraína 32-22

Frakkland - Serbía 40-26




Fleiri fréttir

Sjá meira


×