Handbolti

Ungverjar missa fleiri lykilmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bodo í leik með Ungverjum. Hann er mikil skytta og Ungverjar munu sakna hans sárlega.
Bodo í leik með Ungverjum. Hann er mikil skytta og Ungverjar munu sakna hans sárlega. vísir/getty

Vopnabúr Ungverja á EM verður sífellt fátækara en lykilmenn halda áfram að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Áður hafði Vísir greint frá því að reynsluboltinn Mate Lekai myndi ekki spila vegna meiðsla en reynsla hans og gæði hefðu gert mikið fyrir frekar óreynt lið Ungverja. Áður hafði Laszlo Nagy meðal annars hætt að spila fyrir landsliðið en fleiri reynslumiklir leikmenn hafa verið að hætta á síðustu misserum.

Richard Bodo, leikmaður Pick Szeged, var þá orðinn maðurinn sem átti að draga vagninn en nú hefur hann þurft að draga sig líka úr hópnum vegna meiðsla.

Ungverjar eru að byggja upp lið fyrir EM 2022 og nú er ljóst að margir ungir leikmenn muni fá tækifærið í Svíþjóð.

Lokaleikur Íslands í riðlakeppni EM er gegn Ungverjum þann 15. janúar.


Tengdar fréttir

Ungverjar án lykilmanna á EM

Ungverjar búast ekki við miklu af sínu liði á EM en Ungverjar eru í riðli með Íslendingum á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×