Skoðun

Fimm staðreyndir

Katrín Oddsdóttir skrifar

Staðreynd 1: Samherji hefur grætt milljarða á því að nýta auðlindir Íslands, sem eru þó samkvæmt lögum eign íslensku þjóðarinnar.

Staðreynd 2: Í krafti auðvalds síns ætlar Samherji nú að hjóla í Helga Seljan og Rúv.

Staðreynd 3: Við eigum nýja stjórnarskrá sem tryggir auðlindir í þjóðareign og að fullt verð fáist fyrir nýtingu þeirra.

Staðreynd 4: Í nýju stjórnarskránni segir líka:

„Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum.

Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum. Óheimilt er að rjúfa nafnleynd án samþykkis þess sem veitir upplýsingar nema við meðferð sakamáls og samkvæmt dómsúrskurði.”

Staðreynd 5: Í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 sögðu 2/3 hlutar kjósenda að nýju stjórnarskrána skyldi leggja til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Alþingi hunsar þá niðurstöðu.

Skrifum öll undir undirskriftalistann sem krefst lögfestingu nýju stjórnarskrárinnar án tafar: www.nystjornarskra.is

Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.




Skoðun

Skoðun

Drasl

Hafþór Reynisson skrifar

Sjá meira


×