Innlent

Sam­eigin­leg stefnu­mörkun í lofts­lags­málum myndi styrkja stöðu Norður­landanna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur skilað skýrslu  um þróun norræns samstarfs á sviði utanríkis- og öryggismála.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur skilað skýrslu  um þróun norræns samstarfs á sviði utanríkis- og öryggismála. Foto: Friðrik Þór/Friðrik Þór Haldórsson

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur skilað skýrslu um þróun norræns samstarfs á sviði utanríkis- og öryggismála. Helstu tillögur í skýrslu Bjarna er aukin sameiginleg stefnumörkun Norðurlandanna á sviði loftslagsmála, að Norðurlöndin komi sér saman um afstöðu til Kína á Norðurslóðum, hafrannsóknir til að minnka áhrif loftslagsbreytinga og sameiginlegar reglur sem er gert að tryggja lýðræði í netheimum - svo fátt eitt sé nefnt.

Skýrslan er skrifuð í tilefni af því að áratugur er liðinn síðan Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, var falið að skrifa sambærilega skýrslu en stórum hluta þeirra tillagna hefur verið hrint í framkvæmd.

„Þróa ætti sameiginlega stefnu í loftslagsmálum í von um að styrkja viðbrögð Norðurlandanna á sviðinu á alþjóðavettvangi. Taka ætti inn í myndina ríkiserindrekstur í loftslagsmálum og tengja við utanríkis-, öryggis-, fjármála- og þróunarstefnu,“ segir í upphafi kaflans um umhverfismál í skýrslunni.

Þá er jafnframt kallað eftir því að Norðurlöndin þrói sameiginlega stefnu í loftslagsmálum og að umhverfis- og loftslagsmál verði í forgrunni hjá ríkjunum í alþjóðasamstarfi. „Norðurlöndin ættu að vinna meira saman í því að vekja athygli á loftslagsmálum og grænum orkuskiptum í tvíhliða samtali við önnur lönd,“ segir í skýrslunni.

Þá er einnig kallað eftir því að Norðurlöndin þrói sameiginlega stefnu í loftslagsöryggis- og loftslagsþróunarmálum. Sameiginleg stefna myndi auka möguleika Norðurlandanna á að hafa áhrif á stefnu Sameinuðu Þjóðanna í þessum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×