Erlent

Kósovóar óánægðir með ákæruna

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Thaci forseti hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu.
Thaci forseti hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. EPA/Valdrin Xhemaj

Íbúar í Kósóvó eru ósáttir við Stríðsglæpadómstólinn eftir að forseti landsins var ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Ákærur yfir Hashim Thaci forseta og níu öðrum sem börðust fyrir sjálfstæði Kósovó voru birtar í gærkvöldi. Þeir eru sagðir hafa framið alvarlega glæpi í átökum gegn Serbum fyrir aldamót.

Ákærurnar gerðu það að verkum að Kósovóar aflýstu fyrirhuguðum fundi með Serbum og Bandaríkjamönnum í Washington, en til stóð að ræða um samskiptin við Serba, sem hafa ekki verið sérstaklega góð frá því Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008.

Kósovóar eru afar ósáttir við ákæruna á hendur Thaci og félögum. „Þessi dómstóll er óásættanlegur. Hann er rasískur, enda er hann einhliða. Það eru engir aðrir þannig dómstólar í heiminum,“ sagði Hysni Gucati, yfirmaður samtaka uppgjafahermanna frelsishers Kósovó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×