Innlent

Slasaðist á fæti á Kattatjarnarleið

Andri Eysteinsson skrifar
Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg er konan slösuð á fæti.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg er konan slösuð á fæti. vísir/vilhelm

Björgunarsveitir úr Árnessýslu voru kallaðar til aðstoðar vegna slasaðrar göngukonu klukkan 22:00 í kvöld.

Konan, sem hafði verið á gangi á Kattatjarnarleið, slasaðist á fæti við Hróðmundartind á Hengilssvæðinu og gat því ekki gengið af sjálfsdáðum. Kallaði hún því eftir aðstoð björgunarsveita.

Konunni tókst að koma staðsetningu sinni til Neyðarlínunnar og voru björgunarsveitir kallaðar út og nálgast þær nú konuna úr tveimur áttum samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu Landsbjargar.

Gönguleiðin Kattatjarnarleið er fimmtán kílómetra ganga á milli Ölfusvatns og Hveragerðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×