Innlent

Leit að skipverjanum hætt í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björgunaskip Vopna á Vopnafirði.
Björgunaskip Vopna á Vopnafirði. Vísir/Vilhelm

Leit að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag er lokið í dag. Þetta staðfestir Hinrik Ingólfsson, formaður björgunarsveitarinnar Vopna, í samtali við Vísi.

Þá segir að ekkert nýtt hafi komið út úr leitinni, en stefnt sé að því að halda leitinni áfram á morgun, með svipuðu sniði og gert var í gær, með meiri áherslu á leit í sjó. Alls tóku 25 manns þátt í leit dagsins.

Hinrik segir að þó gönguleit sé lokið í dag sé möguleiki á því að bátahópar haldi áfram leit í kvöld, ef veðurskilyrði verða góð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×