Viðskipti innlent

Jón Ásgeir tekur við formennsku stjórnar Skeljungs

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og nýr stjórnarformaður Skeljungs.
Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og nýr stjórnarformaður Skeljungs. Vísir/Vilhelm

Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr formaður stjórnar Skeljungs. Hann var áður varastjórnarformaður félagsins en ný stjórn var kjörinn á aðalfundi í gær. Jens Meinhard Rasmussen, fyrrverandi formaður stjórnarinnar, gaf ekki kost á sér aftur, samkvæmt frétt Mbl.

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, er varaformaður nefndarinnar. Þórarinn Arnar Sævarsson, einn eiganda ER/MAX er meðstjórnandi auk Elínar Jónsdóttur, stjórnarformanni Borgunar hf, og Dagnýjar Halldórsdóttur sem koma nýjar inn í stjórnina.

Frekari upplýsingar um meðlimi nýju stjórnar Skeljungs má sjá á vef félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×