Formúla 1

Hamilton vann síðustu keppni ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton ók frábærlega í Abú Dabí.
Hamilton ók frábærlega í Abú Dabí. vísir/getty
Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í kappakstrinum í Abú Dabí, síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1.

Heimsmeistarinn kláraði tímabilið með því að vinna sína elleftu keppni. Hann afrekaði það einnig 2014 og 2018.



Hamilton hefur unnið 84 keppnir á ferlinum og vantar aðeins sjö sigra til að jafna met Michaels Schumacher.



Hamilton komst 17 sinnum á pall á tímabilinu og jafnaði þar með met Sebastians Vettel frá 2011 og Schumachers frá 2002.



Max Verstappen á Red Bull varð annar í kappakstrinum í dag og Charles Leclerc á Ferrari þriðji.



Valtteri Bottas, samherji Hamiltons hjá Mercedes, varð fjórði. Hann varð annar í keppni ökuþóra á eftir Hamilton. Mercedes vann sigur í keppni bílasmiða sjötta árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×